Grafa og Grjót ehf. var stofnað árið 2002 af Sigurði S. Gylfasyni. Fram til ársins 2008 hét fyrirtækið SSG verktakar en breytti um nafn í byrjun árs 2009.
Frá stofnun höfum við einbeitt okkur á því að veita einstaklingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu. Við höfum einbeitt okkur að því að skapa okkur góðan orðstýr sem að byggir á heiðarleika og trausti gagnvart viðskiptavinum okkar.
Grafa og Grjót býr yfir yfirgripsmikilli og víðtækri þekkingu, nákvæmni og vandvirkni. Við höfum réttu tækin til að vinna verkið hratt og örugglega!
Markmið okkar er að mæta þínum þörfum í jarðvegsframkvæmdum og veita þjónustu af hæstu gæðum. Þetta gerum við með því að byggja upp traust á milli okkar og viðskiptavina okkar og mæta á staðinn þegar að við segjumst ætla að mæta. Við leggjum mikið upp úr því að halda góðum tengslum á milli okkar og viðskiptavina okkar og bjóðum ávalt uppá hagstæðustu verðin sem að í boði eru á markaðnum. Grafa og Grjót leggur áherslu á að skipa starfsliði með framúrskarandi þekkingu og reynslu.