Við erum
Grafa og Grjót

Grafa og Grjót ehf. var stofnað árið 2002 af Sigurði S. Gylfasyni. Frá upphafi höfum við einbeitt okkur að því að veita einstaklingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu og skapa okkur góðan orðstír sem byggir á heiðarleika og trausti gagnvart viðskiptavinum okkar.

 

Með frábæru starfsfólk okkar og áratugalangri rekstrarsögu höfum við réttu tækin og þekkinguna til þess að vita hvað þarf til að ljúka flóknum og umfangangsmiklum verkefnum hratt og örugglega.

 

Við leggjum mikla áherslu á að byggja upp og viðhalda góðum tengslum við viðskiptavini okkar, svo sambandið skili árangri til langs tíma. Þetta gerum við með því að mæta þegar við segjumst ætla að mæta, bjóða alltaf upp á hagstætt verð og tryggja að starfslið okkar búi yfir framúrskarandi þekkingu og reynslu. Þannig byggjum við upp traust sem endist.

Við erum hluti af INVIT

Grafa og Grjót starfar undir merkjum INVIT, samstæða íslenskra fyrirtækja sem vinna í sameiningu í átt að því að leggja leiðina fyrir framtíð íslenskra innviða.

 

Félagið ræður yfir einum nútímalegasta flota vinnuvéla sem fyrirfinnst á Íslandi en hann samanstendur af fleiri en 100 tækjum og vörubifreiðum af öllum stærðum og gerðum. Sameinuð geta okkar gerir okkur kleift að bjóða upp á breitt þjónustuframboð á öllum stigum virðiskeðjunnar í okkar fagi.

 

Við búum yfir sameiginlegum gildum, menningu og metnaði til þess að búa íslenska innviði undir framtíðina á hagkvæman og skilvirkan hátt.

Teymið okkar

Teymið okkar stuðlar að uppbyggingu íslenskra innviða og eflingu þekkingar – til þess að styrkja stoðir sjálfbærra og árangursríkra innviðaframkvæmda.

Lykilstjórnendur og starfsmenn skrifstofu

Guðgeir Freyr Sigurjónsson

Framkvæmdastjóri

Sólveig Margrét Kristjánsdóttir

Fjármálastjóri

Sigurður Sveinbjörn Gylfason​

Stofnandi

Ágúst Ingi Halldórsson

Íris Ottesen Arnardóttir

Gísli Steinn Arnarson

Johan Henrik Fredriksson

Þorbjörn Kristján Ámundason

Sigurður Halldór Kristmundsson

Sölvi Steinarr Jónsson

Víðir Ingi Ívarsson

Unnsteinn Lár Oddsson