Kynntu þér þjónustuúrval okkar

Við sérhæfum okkur í meginstoðum innviðaframkvæmda: jarðvinna, efnisvinnslu, flutningi, og gatnagerð. Yfirgripsmikil þekking okkar gerir okkur kleift að styrkja og treysta íslenska innviði og sjá til þess að þeir séu ávallt í stakk búnir til þess að mæta kröfum samfélagsins til þess að mæta kröfum samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi.

 

Byggingarframkvæmdir

Við sérhæfum okkur í jarðvinnu fyrir byggingarframkvæmdir. Hvort sem um er að ræða grunna fyrir einbýlishús eða stórar og flóknar byggingarframkvæmdir.

 

Vega- og gatnagerð

Við getum hjálpað þér að leggja leiðina að næsta áfangastað með áratuga reynslu okkar í vega- og gatnagerð.

 

Lagnir og veitur

Við höfum mikla reynslu af því að vinna með háspennulagnir, ljósleiðara, fráveitulagnir og heita- og kaldavatnslagnir. Við höfum m.a. verið með rammasamning við Veitur um heimlagnir.

 

Yfirborðsfrágangur

Við erum sérfræðingar í því að leggja lokahönd á lóðina þína að öðrum framkvæmdum loknum, hvort sem það er undirbúningur fyrir malbik, hellulögn eða grjótröðun.

 

Stærri jarðvinnuverkefni

Við búum yfir tækjum af öllum stærðum og gerðum sem þarf til þess að ráðast í stærri verkframkæmdir t.d. hafnargerð, virkjanir og snjóflóðavarnir, svo fáein dæmi séu nefnd.

 

Endurvinnsla

Við tökum á móti burðarhæfu efni til endurvinnslu í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Efnið er endurunnið á ábyrgan og faglegan hátt og notað aftur. Þannig stuðlum við að sjálfbærni og minnkum kolefnisfótspor við framkvæmdir.

 

Snjómokstur

Við höfum lengi séð um snjómokstur fyrir bæjarfélög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Hafðu samband og fáðu tilboð í verkið.

 

Efnissala

Við bjóðum uppá hágæða endurunnið efni úr Efnisvinnslunni okkar, tilbúið til notkunar á þínum verkstað. Má þar nefna, brotið efni, mold, sand, mulning og drenmöl.